Heimaleikjakort HK í blaki komið í sölu

Árskort á heimaleiki HK
Árskort á heimaleiki HK

Eins og undanfarin ár gefst stuðningsfólki blakdeildar HK kostur á að kaupa árskort á heimaleiki HK í Mizunodeildum karla og kvenna 2019-2020. Kortið kostar kr. 5.000,- og gildir á alla heimaleiki HK að úrslitakeppninni undanskilinni. Stakt gjald inn á leiki er kr. 500,- en frítt fyrir yngri en 18 ára.  Árskortin verða seld á leikjunum en einnig er hægt að panta þau í gegnum Facebook síðu blakdeildarinnar eða með því að senda tölvupóst á blakdeildhk@gmail.com. Leikmenn meistaraflokkanna munu líka sjá um sölu á kortunum.

Leiktíðin hefst um helgina 21.-22. sept. og keppa karlarnir í Fagralundi kl. 16 á laugardaginn 21. september við Vestra. Konurnar keppa sinn fyrsta leik miðvikudaginn 25. september kl. 18.30 við Þrótt Reykjavík.

Á vef BLÍ má sjá yfirlit yfir alla leiki í Mizunodeildum karla og kvenna. Áfram HK!!