Námskeið í byrjendablaki hefst 11. september

Námskeið í byrjendablaki hjá HK (fyrir fullorðna) hefst miðvikudaginn 11. september. Til að skrá sig þarf að senda tölvupóst á blakdeildhk@gmail.com, merkt BYRJENDABLAK 2019, þar sem fram kemur nafn, kennitala og símanúmer. Námskeiðið kostar kr. 28.000 og verður kennt á miðvikudögum frá kl. 20:30-22:00 í 15 skipti alls. Athugið að einungis er pláss fyrir 15 iðkendur. Vladislav Mandic þjálfari meistaraflokks karla mun sjá um þjálfun á námskeiðinu ásamt leikmönnum meistaraflokka HK.