Æfingar hjá Borðtennisdeild HK hófustu 13. ágúst samkvæmt stundarskrá. Borðtennisdeildin hvetur alla áhugasama til að kíkja á æfingu og prófa enda heilsufarslegur ávinningur af því að stunda borðtennis vel rannsakaður.
Borðtennis
- Bætir samhæfingu augna og handa. Með auga á boltanum og spaðann í hendinni þjálfast þessi mikilvæga samhæfing sem nýtis í flestu sem við gerum
- Þjálfar eftirtekt og einbeitingu
- Bætir viðbrögð líkamans
- Þjálfar vel lykilvöðva í baki og maga. Eykur miðjustyrk (e. core muscles).
- Brennir auðvita kaloríum
- Viðheldur heilbrigði hugans og viðbragðsflýti
- Eykur jafnvægi