Námskeið í boði

Námskeið í boði 2018-2019

Hjá HK dansdeild eru tvær annir: Haustönn sem er frá ágúst mánuði til og með desember mánuði. Svo er það: Vorönnin sem er  frá janúar mánuði til og með apríl
mánuði, (AK og Meistarahópar eru út maí 2019)

​Yngstu nemendurnir eru börn 3. og 4. ára. Hjá þeim flettum við saman  leik og dans, ásamt sér sömdum dönsum sem skerpa tóneyra barnanna í leiktjáningu á sama tíma og við kennum létt grunnspor í barnadönsum og í gömlu dönsunum.

Hjá 5 til 10 ára byrjendum eru kenndir sígildir samkvæmisdansar ásamt  undirstöðu í gömlu dönsunum.

Hjá fullorðnum er boðið uppá námskeið í samkvæmisdönsum og gömlu dönsunum

Svo fólk geti verið með í dansi á dansleikjum, vinsælir dansar eins og Salsa, Mambo, tjútt og fl.