Covid-19

Uppfært 25.mars

Allt íþróttastarf á landinu hefur verið lagt niður til og með 14.apríl.

Þetta tekur gildi strax í dag miðvikudaginn 24.mars og á við um alla aldurshópa.

Þjálfarar einstakra flokka innan deildanna munu vera í sambandi við iðkendur sína vegna heimaæfinga líkt og var í vor.

Við hvetjum alla HK-inga til að fylgja fyrirmælum stjórnvalda og huga vel að heilsunni.

Stöndum saman öll sem eitt í þessu!

Uppfært 19.október 2020

Allt íþróttastarf á landinu hefur verið lagt niður til 19.október.

Þetta tekur gildi strax í dag fimmtudaginn 8.október og á við um alla aldurshópa.

Þjálfarar einstakra flokka innan deildanna munu vera í sambandi við iðkendur sína vegna heimaæfinga líkt og var í vor.

Við hvetjum alla HK-inga til að fylgja fyrirmælum stjórnvalda og huga vel að heilsunni.

Stöndum saman öll sem eitt í þessu!

Hér má sjá tilmæli sóttvarnarlæknis.

Áfram HK!

Uppfært 7.október 2020

Heilbrigðisráðherra hefur tilkynnt hertari sóttvarnaraðgerðir á höfuðborgarsvæðinu. Þær tóku gildi 7. október og eru í gildi til og með 19. október. Þar kemur eftirfarandi fram:

  • Íþrótt­ir ut­an­dyra eru heim­il­ar.
  • Áhorf­end­ur á íþróttaviðburðum ut­an­dyra skulu ekki vera fleiri en 20 í hverju rými. Áhorf­end­ur skulu bera grímu og sitja í merkt­um sætum. 
  • Íþróttir innandyra fyrir iðkendur fædda 2004 og eldri eru ekki heimilaðar og eru þeir því komnir í frí frá æfingum innandyra til og með 19. október.
  • Íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn fædd 2005 og síðar er heimiluð. Því munu allar æfingar flokka barna fædd 2005 og yngri haldast samkvæmt æfingartöflum, bæði innan og utandyra.
  • Keppnisviðburðir verða ekki leyfðir fyrir iðkendur 2005 og yngri, hvorki innandyra né utandyra.
  • Frístundarúta mun halda áfram sömu áætlun.
  • Iðkendur skulu eftir fremsta megni reyna koma klæddir á æfingar

Foreldrar eru enn ekki leyfðir inni í íþróttamannvirkjunum og þurfa því að bíða fyrir utan þegar börn eru sótt. Það er mikilvægt að fylgja þeim fyrirmælum.

Minnum alla á handþvott og spritt og ef einhverjir finna fyrir einkennum Covid-19 þá eru þeir beðnir um að halda sig heima.

Uppfært 2.október 2020

Nýjar og hertar reglur frá almannavörnum sem varða íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu voru gefnar út í dag.

Þar kemur fram að foreldrum og forráðarmönnum er ekki heimilt að fylgja börnum sínum á æfingu inni í íþróttamannvirkinu né sækja þau þar. Þeim er einnig óheimilt að fylgjast með æfingum inni í íþróttamannvirkjunum. 

Þeir æfingarhópar sem innihalda það unga iðkendur að þeir treysta sér ekki til að mæta einir eru beðnir um að vera í sambandi við sinn þjálfara. Mögulega þarf að fella þær æfingar niður. 

HK fylgist með stöðu mála og heldur áfram að upplýsa foreldra um leið og eitthvað breytist.

Hér má sjá bréfið frá almannavörnum