Æfingar hefjast að nýju - ný æfingatafla

Kæru forráðamenn og iðkendur knattspyrnudeildar HK
 
Við tilkynnum ykkur með mikilli gleði að knattspyrnuæfingar barna í 8.-3.flokki drengja og stúlkna hefjast 4. maí næstkomandi. Það verða óhjákvæmilega örlitlar breytingar á æfingatöflunni fram að sumaræfingatöflunni vegna þeirra takmarkanna sem okkur eru settar varðandi æfingar eldri flokka félagsins. Nýju æfingartöfluna má sjá hér. Sumaræfingataflan tekur gildi 10.júní en þangað til gildir æfingataflan sem er hér í viðhengi. Þeir iðkendur sem eru ekki á leik- og grunnskólaaldri fá upplýsingar um æfingatíma beint frá þjálfurunum sínum. Það er mikilvægt að allir iðkendur haldi áfram að sýna varkárni og sinni sóttvörnum eins og hægt er þó svo að æfingar hefjist. Við verðum með nokkur tilmæli sem iðkendur, foreldrar og starfsmenn þurfa að fylgja:

 

  • Það verður spritt við innganginn í knatthúsið og viljum við að þið minnið börnin ykkar á að spritta sig fyrir og eftir æfingar eða þá að vera með hanska/vettlinga.
  • Vatnshanar eru lokaðir og eru iðkendur beðnir um að koma með brúsa að heiman með vatni í, gott að biðja börnin um að deila ekki brúsum með æfingafélögum sínum
  • Foreldrar og forráðamenn geta ekki fengið að koma inn í Kórinn nema í 8.flokki og nánari leiðbeiningar varðandi það verða sendar beint á þá hópa.
  • Það er ekki hægt að fá aðgang að búningsklefum
  • Þegar mætt er á æfingu á gervigrasinu úti þá á að mæta beint þangað en ekki fara í gegnum Kórinn

 

HK mun taka vel á móti öllum iðkendum hvort sem þeir hafa verið duglegir að æfa eða ekki meðan á æfingabanni stóð.  Það geta allir komist aftur á sinn stað með smá vinnu núna þegar við förum af stað. Hvetjum börnin til að mæta, hreyfa sig og hitta vini og félaga.

 

Til að reyna að forðast of mikið af iðkendum í húsinu í einu þá viljum við biðja ykkur um að ræða það við iðkendur að mæta ekki nema rétt fyrir æfingar og yfirgefa Kórinn að æfingum loknum.  

Allar fyrirspurnir varðandi æfingar sendist á omaringi@hk.is

Frístundarútan byrjar að keyra á mánudaginn 4. maí samkvæmt tímaplani.

Okkur hlakkar mikið til að hefja starfið aftur og vonumst til að sjá alla á æfingu í næstu viku.


HK-Kveðja
Knattspyrnudeild HK