Átt þú gamlar myndir, myndbönd eða sögur úr HK-starfinu?

Ágætu HK-ingar. 

Félagið okkar verður 50 ára á næsta ári og mun ýmislegt verða gert til gagns og gamans á afmælisárinu. Meðal annars er stefnt að því að gera söguna okkar aðgengilega fyrir félagsmenn. Í fórum félagsins er nú þegar alls kyns skemmtilegt efni en við trúum því að mögulegt sé að bæta all verulega við það safn. 

Er því leitað til HK-inga nær og fjær og þeir sem eiga myndir, myndbönd eða skemmtilegar sögur úr starfi félagsins undanfarin 49 ár eru því beðnir um að deila því með okkur sem allra fyrst og eigi síðar en 15. nóvember n.k.

Mögulegt er að senda efnið á stafrænan hátt á netfangið hannacarla@hk.is eða koma með efni á skrifstofuna til afritunar/skönnunar á opnunartíma (9-16 virka daga).

Með von um góðar viðtökur

 Afmælisnefndin