Íþróttavagninn – Ný tímaáætlun hefst á þriðjudaginn 18.september! UPPFÆRT!

 Nýja tímaáætlunin sem átti að hefjast í dag þriðjudaginn 18.september hefur verið uppfærð eftir margar ábendingar til íþróttafélaganna og frístundaheimilanna um helgina. Eftir mikla yfirlegu og púsluspil verður byrjað að keyra eftir NÝJU plani í dag, þriðjudaginn 18.september. Planið tekur mið af skólalokum 1.-4.bekkjar í grunnskólum Kópavogs. Að sjálfsögðu er eldri nemendum frjálst að nýta bílinn passi taflan við þeirra frístundir og pláss er í bílunum.

Það er ljóst að aldrei næst að búa til hina fullkomnu aksturáætlun en það er trú okkar að þessi sem hér birtist komist eins nálægt því og hægt er. Íþróttafélögin og forstöðumenn frístundaheimila og skólasvið Kópavogsbæjar hafa unnið náið saman síðastliðinn sólarhring og var ákvörðun um að keyra þetta nýja plan í dag tekin í fullu samráði.

Um áramótin verður staðan tekin á verkefninu. Við þökkum foreldrum, forráðamönnum og starfsmönnum íþróttafélaganna sem og frístundaheimilanna þolinmæðina með von um gott samstarf í vetur.