BYGG gerist styrktaraðili HK

Í gær, 31.05.18, var undirritaður samningur milli Byggingarfélags Gylfa og Gunnars (BYGG) og HK.

BYGG er eitt stærsta og rótgrónasta byggingarfyrirtæki landsins og því mikið fagnaðarefni fyrir HK-inga að jafn sterkur styrktaraðili sé genginn til liðs við félagið.

BYGG hefur verið áberandi í uppbyggingu Kópavogs undanfarin ár og byggt ótalmargar eignir í bæjarfélaginu. Samningurinn milli HK og BYGG, sem er til fjögurra ára, er mikill fengur fyrir deildir félagsins og verður BYGG í kjölfarið aðalastyrktaraðili HK.

Allir keppnisbúningarfélagsins munu vera merktir lógó-i BYGG næstu fjögur árin. 

Meðfylgjandi eru myndir frá undirskrift.