- HK
- Fótbolti
- Handbolti
- Blak
- Bandý
- Dans
- Borðtennis
Í sumar mun HK að vanda bjóða upp á fjölbreytt og vönduð námskeið fyrir börn og unglinga á aldrinum 5-12 ára.
Eftirfarandi námskeið verða í boði:
Íþróttir og Útilíf í Kórnum
Knattspyrnuskóli í Kórnum
Handboltaskóli í Kórnum
Krakkablak í Fagralundi
Borðtennisnámskeið í Fagralundi/Snælandsskóla
Allir umsjónarmenn sumarnámskeiða HK eru fagmenntaðir á
sviði tómstunda-, uppeldis-, íþrótta- eða heilsufræða og hafa
reynslu af skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi barna.
Frekari upplýsingar um hvert námskeið fyrir sig er hægt að
finna hér að neðan.
Gæsla, nesti og hádegismatur:
HK ætlar að bjóða upp á nesti fyrir öll skráð börn á
námskeiðum félagsins í sumar. Nestið er innifalið í
námskeiðisgjaldi hvers námskeiðs fyrir sig.
Einnig verður matur í boði fyrir þau börn sem verða skráð í hádegisgæslu, en þessi þjónusta á einungis við um þau námskeið sem eru í boði í Kórnum.
ATH! Ef keypt eru tvö námskeið sömu vikuna (t.d. handboltaskóli og íþróttir og útilíf) þá er nóg að haka einu sinni í gæsla + hádegismatur við annað námskeiðið. Ef hakað er við bæði þá er verið að tvígreiða fyrir þjónustuna.
Nánari upplýsingar um nesti og matseðil sumarsins er hægt að nálgast HÉR.
Skráningaleiðir:
Skráningar fara í gegnum skráningakerfið Nóra. Til að skrá sig inn þarf viðkomandi að hafa aðgang að island.is (Íslykill) eða rafræn skilríki. Ef þú lendir í vandræðum ekki hika við að hafa samband við skrifstofu HK, hk@hk.is eða í síma 441-8700.
Skráning hér
Hér má finna leiðbeiningar um skráningar
Það er von okkar í HK að sem flestir finni eitthvað við sitt hæfi þetta sumarið og geti notið þess að eiga gott HK sumar.
Frekari upplýsingar um sumarnámskeið HK 2018 er hægt að nálgast hér að neðan
Íþróttir og útilíf
Handboltaskóli HK
Knattspyrnuskóli HK
Krakkablak
Borðtennisskóli HK
Áfram hreyfing, heilsa og HK!