Brynjar Jónsson í HK

HK sem spilar í Inkasso deild karla hefur keypt Brynjar Jónasson frá Þrótti Reykjavík.  
Brynjar lék með Þrótti árin 2016 og 2017.  Áður lék Brynjar með Fjarðarbyggð.  Frá árinu 2014 hefur Brynjar skorað 40 mörk í 70 leikjum í deild og bikar.  Brynjar býr yfir miklum styrk og er góður í loftinu og mun án efa styrkja HK á leiktíðinni.

Við bjóðum Brynjar velkominn í HK og tökum vel á móti honum.  

Áfram HK.