Byrjendablak HK

Nýtt námskeið í byrjendablaki hefst nk. mánudaginn 11. september.  Tímarnir eru einu sinni í viku í 90 mínútur í senn, frá kl.20.30-22.

Þátttakendur geta einnig nýtt sér opnar æfingar sem eru auglýstar í  byrjun hvers mánaðar.

Leiðbeinendur verða leikmenn meistaraflokks HK og er fjöldi þátttakanda takmarkaður við 20 einstaklinga.  

Til að skrá sig eru áhugasamir beðnir um að senda póst á blakdeildhk@gmail.com merktan BYRJENDABLAK 2017.   Fyrsti koma fyrstir fá! 

Taka þarf fram nafn, kennitölu, heimilsfang og símanúmer.

Námskeiðið kostar kr. 28.000 og er í 14 skipti.