Æfingar hefjast að nýju


Jákvæðar fréttir í dag!

Æfingar hefjast með hefðbundnum hætti að nýju nk. fimmtudag.

Eins og flestum ætti að vera kunnugt voru nýjar tilslakanir sóttvarnarráðstafana kynntar í dag sem heimila æfingar og keppni allra aldurshópa að nýju frá og með 15. april nema annað komi í ljós.

(Núgildandi reglugerð gildir til 16. apríl n.k. þannig að ofangreindar tilslakanir taka ekki gildi fyrr en við setningu nýrrar reglugerðar ráðherra)

Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna með og án snertinga í öllum íþróttum heimilar, án áhorfenda. Hámarksfjöldi fullorðinna verður 50 manns en fjöldi barna fer eftir sömu takmörkunum og í skólastarfi.

Við viljum minna iðkendur, jafnt sem foreldra á að fylgjast vel með á Sportabler. 

Halda áfram að sinna einstaklingsbundnum sóttvörnum en fyrst og fremst huga að andlegri og líkamlegri heilsu með eins fjölbreyttum hætti og hægt er.

 

Áfram hreyfing, heilsa og HK!


GLEÐI - VIRÐING - METNAÐUR