Bjarkaleikur í Kórnum á laugardaginn

Núna á laugardaginn 11. janúar munu HK og Breiðablik mætast í fótbolta.net mótinu. Leikurinn hefst kl 11:15 í Kórnum.

Félögin hafa ákveðið að kalla þetta Bjarkaleik í minningu Bjarka Sigvaldasonar sem lést á síðasta ári.
Félögin í samráði við Ástrósu Rut Sigurðardóttur ekkju Bjarka hafa ákveðið að stefna á leik milli liðana einu sinni á ári þar sem selt verður inn, og mun ágóðinn renna óskertur í gott málefni í hvert sinn.
Félögin og Ástrós hafa ákveðið að styrkja Ljónshjarta þetta árið, sem er félag ungs fólks sem hefur misst maka sinn.
Frjáls framlög eru við inngangin fyrir leik.

Við hvetja alla HK-inga til að mæta í Kórinn á laugardaginn og sýna þessu verkefni stuðning og styðja drengina okkar.

Áfram HK!