- HK
- Handbolti
- Fótbolti
- Blak
- Bandý
- Rafíþróttir
- Borðtennis
- Dans
---
Henríetta Ágústsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við HK. Samningurinn gildir út árið 2023.
Henríetta er efnileg 17 ára stúlka sem er uppalin í HK. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún verið í stóru hlutverki í Lengjudeildinni í sumar. Hún á að baki landsleiki fyrir U-16 og U-17 ára landslið Íslands.
Það er mikið fagnaðarefni að Henríetta sé búinn að skrifa undir nýjan samning við félagið. Það verður spennandi að fylgjast með þessum öfluga leikmanni í sumar.
Ljósm. Hulda Margrét