- HK
- Fótbolti
- Handbolti
- Blak
- Bandý
- Dans
- Borðtennis
Íþróttahátíð HK var haldin hátíðleg sl. fimmtudag í veislusal Kórsins. Þetta var í þriðja sinn sem hátíðin er haldin með þessu fyrirkomulagi.
Á íþróttahátíðinni heiðrum við okkar íþróttafólk fyrir góðan árangur á árinu og valið á íþróttamanni og -konu HK kunngjört í lok hennar.
Leifur Andri Leifsson er fæddur árið 1989 og leikur sem varnarmaður, ýmist sem bakvörður eða miðvörður. Hann er uppalin HK- ingur og hefur spilað allan sinn feril með HK/Ými, samtals á hann 267 leiki að baki og hefur skorað í þeim 7 mörk. Leifur Andri lék sína fyrstu meistaraflokksleiki árið 2007. Leifur Andri er sannur og góður leiðtogi innan vallar sem utan, hann er metnaðarfullur og dregur liðið með sér í að ná góðum árangri. Leifur Andri hefur reynst yngri leikmönnum félagsins vel en hann er bæði mjög góð fyrirmynd og félagi fyrir þá yngri. Leifur Andri átti stóran þátt í velgengni liðsins í sumar. Hann spilaði 19 leiki af 22 leikjum liðsins í sumar var mikilvægur hlekkur í liði fólksins, HK-liðinu sem spilar í Úrvalsdeild á næsta ári.
Sigríður er fyrirliði og lykilleikmaður í mfl liði HK sem vann sér þáttökurétt meðal hinna bestu í vor. HK liðið lagði úrvaldsdeildarlið Gróttu í umspili 3-0. Liðið leikur nú í Olís deild kvenna og er í 6.sæti nú þegar frí er í deildinni vegna Evrópumóts Kvenna , þrátt fyrir hrakspár fyrir tímabilið. Sigríður hefur verið viðlogandi afrekshóp HSI en það er stundum kallað B landslið íslands. Seinnipart sumars var hún síðan valinn í æfingahóp A liðsins og hefur náð að festa sig í sessi þar. Nú í byrjun desember lék A lið íslands í undankeppni (riðill leikinn í Makedóníu) HM 2019 og var Sigríður í þeim 15 manna hópi sem spilaði fyrir hönd íslands. Íslenska liðið náði að tryggja sig inn á næsta stig en það er lokaumspil sem spilað verður á næsta ári.
Unga og efnilega íþróttafólkið okkar var líka heiðrað, en eftirfarandi íþróttafólk var tilnefnt til íþróttakarls og –konu Kópavogsbæjar í flokknum 13-16 ára:
Lejla Sara Hadziredzepovic
Elvar Breki Árnason
Gylfi Már Hranfsson
María Tinna Hauksdóttir
Valgeir Valgeirsson
María Lena Ásgeirsdóttir
Jóhanna Margrét Sigurðardótt
Símon Michael Guðjónsson
Eftirfarandi einstaklings heiðranir voru veittar:
Gylfi Már Hrafnsson og María Tinna Hauksdóttir hjá dansdeild HK röðuðu inn titlum í Ballroom dönsum á árinu 2018.
Þau urðu:.
Norðurlandameistarar í dönsum og latin dönsum.
Óskar varð íslandsmeistari í 2flokki karla sem og lykilmaður í sigurliði Hk sem sigraði í annarri deild og vann sér þar með rétt til þess að leika í fyrstu deild keppnistímabilið 2018-19
Þeir einstaklingar, í flokki fullorðinna, sem deildir félagsins tilnefndu til íþróttamanns og –konu HK 2018 eru
Steinunn Helga Björgólfsdóttir
Arnar Birkir Björnsson
Óskar Agnarsson
Sigríður Hauksdóttir
Kristófer Dagur Sigurðsson
Tinna Óðinsdóttir
Leifur Andri Leifsson
Til hamingju allir með frábæran árangur á árnu 2018
Áfram HK