Endurbættir strandblakvellir í Fagralundi

Núna í lok júlí var lokið við framkvæmdir á strandblakvöllunum í Fagralundi. Vellirnir höfðu legið niðri í fjögur ár en Kópavogsbær lagaði vellina og betrumbætti. Fagralundur var um langan tíma vagga strandblaks hér á Íslandi. 

Þetta eru frábærar fréttir fyrir blakdeild HK sem og Kópavogsbúa þar sem vellirnir eru opnir öllum sem vilja koma og spila strandblak.