OLÍS sætið tryggt!

Karlalið okkar leik­ur á ný í efstu deild karla á næsta keppn­is­tíma­bili eft­ir sig­ur á Vík­ingi í um­spili. 

Vík­ing­ur komst í 2:0 í rimmu liðanna eft­ir sigra í fyrstu tveim­ur leikj­un­um. HK tókst síðan að vinna þrjá í röð og þar með sigra einvígið 3:2. 

Í kvöld mætt­u strákarnir Víking í odda­leik og höfðu bet­ur 32:27. Vík­ing­ur byrjaði bet­ur en góður kafli hjá okkar mönnum breytti leikn­um en liðið skoraði fimm mörk í röð und­ir lok fyrri hálfleiks. 

Strákarnir náðu mest níu marka for­skoti í síðari hálfleik en þá gerðu Vík­ing­ar áhlaup og minnkuðu mun­inn niður í þrjú mörk þegar þrjár mín­út­ur voru eft­ir. Lengra komust Vík­ing­ar þó ekki og stórveldið fagnaði vel í leikslok .

Bjarki okkar Finn­boga­son fór á kost­um og skoraði 12 mörk fyr­ir HK í kvöld en Blær Hinriks­son kom næst­ur með 5 mörk. Stefán Huld­ar Stef­áns­son varði 24 skot í markinu og var frábær. Stuningsmenn okkar voru hreint út sagt stórkostlegir og áttu stór­an þátt í sigr­in­um. 

HK hefur nú síðan 2007 öll sín lið í úrvalsdeild.

við erum Stórveldið!

ÁFRAM HK!