Frístundavagninn

Akstur Íþróttavagnsins veturinn 2018/2019 hefst mánudaginn 3. september

Íþróttafélögin Breiðablik, Gerpla og HK hafa fyrir tilstilli SÍK sameinast um frístundavagn fyrir iðkendur sína í samstarfi og með stuðning frá Kópavogsbæ.

Vagnarnir verða ekki merktir neinu félagi heldur er öllum frjálst að nýta þá óháð félagi. Teitur Jónasson mun annast þennan akstur og verður þetta verkefni keyrt á þennan hátt til reynslu í tvo mánuði.

Á þessum tíma má búast við einhverjum hnökrum sem verður reynt að leysa hratt og vel með öryggi barnanna í fyrirrúmi

Við hvetjum foreldra til að koma skilaboðum til viðkomandi dægradvalar ef barnið á að nota vagninn og velja þá ferð sem hentar best þannig að börnin þurfi að bíða sem styðst fyrir æfingu.

Ásamt vagnstjóra verða starfsmenn í báðum vögnum til að aðstoða og fylgjast með í vagninum.

Nýja tímaáætlunin sem átti að hefjast í dag þriðjudaginn 18.september hefur verið uppfærð eftir margar ábendingar til íþróttafélaganna og frístundaheimilanna um helgina. Eftir mikla yfirlegu og púsluspil verður byrjað að keyra eftir NÝJU plani í dag, þriðjudaginn 18.september. Planið tekur mið af skólalokum 1.-4.bekkjar í grunnskólum Kópavogs. Að sjálfsögðu er eldri nemendum frjálst að nýta bílinn passi taflan við þeirra frístundir og pláss er í bílunum.

Það er ljóst að aldrei næst að búa til hina fullkomnu aksturáætlun en það er trú okkar að þessi sem hér birtist komist eins nálægt því og hægt er. Íþróttafélögin og forstöðumenn frístundaheimila og skólasvið Kópavogsbæjar hafa unnið náið saman síðastliðinn sólarhring og var ákvörðun um að keyra þetta nýja plan í dag tekin í fullu samráði.

Um áramótin verður staðan tekin á verkefninu. Við þökkum foreldrum, forráðamönnum og starfsmönnum íþróttafélaganna sem og frístundaheimilanna þolinmæðina með von um gott samstarf í vetur.

Athugið Rauði bíllinn keyrir ekki ferð 3 og 4 á föstudögum