HK í samstarf með Dráttarbílum vélarleigu og Grand Travel

Handknattleiksdeild HK hefur gert samstarfssamning við Dráttarbíla vélarleigu og Grand Travel.

Dráttarbílar ehf. hefur sinnt verktakastarfsemi, þungaflutningum, jarðvinnu og efnissölu síðan 1978 og hefur yfirgripsmikla þekkingu á verkum á því sviði. Grand Travel er fyrirtæki í íslenskri ferðarþjónustu  sem sérhæfir sig í nýlegum hópferðabílum sem eru búnir öllum helstu þægindum.

Handknattleiksdeildin er gríðarlega ánægð með þennan samstarfsamning við þessi öflugu fyrirtæki.

Áfram HK!