Handknattleiksdeild HK hefur samið við Þórunni Friðriksdóttur

Handknattleiksdeild HK hefur samið við Þórunni Friðriksdóttur fyrrum leikmann Fylkis og Gróttu til tveggja ára. Þórunn er leikmaður sem að kemur til með að styrkja okkar unga og efnilega lið í baráttunni fyrir toppsæti á komandi tímabili. 

Við erum gríðarlega ánægð með að hafa samið við sterkan leikmann sem hefur reynslu og getu til að ná þeim markmiðum sem að HK hefur sett sér. 

Við bjóðum Þórunni hjartanlega velkomna í HK fjölskylduna og hlökkum til að sjá hana í átökunum í vetur. 

Handknattleiksdeild HK mun á næstu vikum kynna til sögunnar fleiri nýja leikmenn bæði kvenna og karla megin.