HK fékk Víking í heimsókn

HK fékk Víking í heimsókn í dag í öðrum leik liðanna í einvíginu um sæti í Olísdeildinni á næstu leiktíð. Leikurinn endaði með sigri gestanna 26:25 og er staðan í einvíginu því 2-0 fyrir Víking. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki vinnur einvígið og um leið sæti í Olísdeildinni.
Lemon leikmenn leiksins voru Bjarki Finnbogason HK og Kristófer Andri Daðason Víkingi.

Næsti leikur í einvíginu er í Víkinni sunnudaginn 
5. maí kl. 18. HK-ingar fjölmennum á leikinn og styðjum okkar menn til sigurs.

Áfram HK