HK með fulltrúa í draumaliði fyrrihluta tímabilsins

Lúðvík, Vladislav og Sara
Lúðvík, Vladislav og Sara

Tilkynnt var á blaðamannafundi BLÍ 18. desember um valið í lið fyrri hluta tímabilsins í Mizunodeildum karla og kvenna. Kvennamegin var Sara Ósk Stefánsdóttir tilnefnd sem miðja og Matthildur Einarsdóttir sem uppspilari. Karlamegin var Kristófer Björn Ólason Proppé tilnefndur sem miðja, Lúðvík Már Matthíasson sem uppspilari, Andreas Hilmir Halldórsson sem díó, Arnar Birkir Björnsson sem frelsingi og Vladislav Mandic sem þjálfari. 

Af þessum einstaklingum þá hlutu Sara, Lúðvík og Vladislav sæti í liðunum. Við óskum öllum til hamingju með tilnefningarnar sínar og sérstaklega þeim sem voru kosin í liðin. Þau eiga þetta sannarlega skilið!

Sjá nánar í frétt á blakfrettir.is