Íþróttaskóli barnanna hefst 16. september

Aðalstjórn HK, í samstarfi við Spörtu heilsurækt, mun starfrækja íþróttaskóla fyrir börn á aldrinum 30 mánaða til 5 ára í vetur í Kórnum. Þar mun fara fram fjölbreytt og skemmtileg dagskrá sem miðar að því að efla skyn- og hreyfiþroska barnanna ásamt því að kenna þeim að taka tillit hvors til annars.

Markmiðið með íþróttaskólanum er að kynna börnin fyrir fjölbreyttri hreyfingu og verkefnum í hlýlegu umhverfi sem íþróttasalurinn á að vera. Forráðamenn eru hvattir til að taka þátt í tímunum með börnunum sínum og aðstoða þau eftir þörfum.

Sjá frekari upplýsingar um íþróttaskólann

Í vetur munum við bjóða upp á tvo hópa, þ.e. eldri og yngri.

​Æfingatími hjá yngri hópnum er kl.9:30-10:20.

Yngri hópurinn er samansettur af yngstu krílunum, þeim sem eru 2 1/2 árs  til rúmlega 3 ára  (fædd apríl 2016 til maí 2015). 

Einungis 30 pláss í boði.

Æfingatími hjá eldri hópnum er kl.10:30-11:20.

Eldri hópurinn nær til þeirra barna sem eru að verða 4 ára og þeirra sem eldri eru (fædd apríl 2015 og fyrr).

Einungis 30 pláss í boði

Fyrsti tími er sunnudaginn 16. september í íþróttahúsi Kórsins. Hver tími er í 50 mínútur.

Íþróttaskólinn verður í 10 skipti og klárast 2.desember. Enginn íþróttaskóli verður 28. október né 11. nóvember vegna mótahalds í Kórnum. 

Námskeiðisverð er 12.000.- kr. Veittur er 15% systkinaafsláttur af námskeiðinu.

Hægt er að ganga frá greiðslu og skráningu á https://hk.felog.is/ ​