Íþróttavagninn í árekstri

Íþróttavagn okkar HK-inga lenti í árekstri við vörubíl við Kórinn um tvö leytið í dag.

Til allrar lukku þá slasaðist enginn alvarlega við áreksturinn en eðlilega var blessuðu börnunum mjög brugðið.

Ef foreldrar hafa einhverjar spurningar eða vilja ræða viðkomandi mál þá má setja sig í samband við Óla Þór, íþróttastjóra HK.