Sigur gegn Þór í Kórnum

Meistaraflokkur karla landaði sínum tólfta sigri í sumar með góðum 2-0 sigri gegn sterku Þórs liði. Vikt­or Helgi Bene­dikts­son og Bjarni Gunn­ars­son skoruðu mörk HK í sitt hvor­um hálfleikn­um. Með sigrinum fóru strákarnir upp í fjórða sætið með 36 stig þegar tvær umferðir eru eftir af Inkasso-deildinni í ár.