Krónumót í Kórnum um helgina

Um helgina verður haldið Krónumótið í fótbolta. 

Á laugardeginum spila 6. flokkur karla og á sunnudeginum spila 6. flokkur kvenna og 8. flokkur karla. 

Það má gera ráð fyrir 1500 krökkum í Kórnum helgina. Þetta mót var haldið í fyrra við góðan orðstír.

Krónan bíður öllum iðkendum ávexti meðan á mótinu stendur. Á facebook síðu krónunnar https://www.facebook.com/kronan.is/ verða settir myndir frá mótinu. Við hvetjum alla til að fylgjast með þar.

Meðfylgjandi eru myndir af bílastæðum sem verða aðgengileg meðan á mótinu stendur og frá mótinu í fyrra

Sjáumst í Kórnum í helgina!