Kynningarfundur HK og Kópavogsbæjar

Handknattleiksfélag Kópavogs HK  og Kópavogsbær hafa ákveðið að standa fyrir sameiginlegum kynningarfundi vegna framkvæmda við gervigrasvöll við Kórinn. Framkvæmdin felur í sér að tengja hitalögn  og setja lýsingu við gervigrasvöll vestan við Kórinn.  

Markmið framkvæmdarinnar er að bæta og styrkja aðstöðu félagsins til knattspyrnuiðkunar.

Fundurinn verður haldið miðvikudaginn 31. október í hátíðarsal Kórsins. Vallakór 12-14 kl. 17:00-19:00

Þar verða framkvæmdir kynntar, fulltrúar frá Kópavogsbæ  og HK verða á staðnum til að ræða við gesti og svara fyrirspurnum.

Allir eru velkomnir