Lindexmótið 2019

6. fl.kv. hjá HK tók þátt í Lindexmótinu sem fram fór þann 6. Júní á Selfossi.  HK var með 7 lið í mótinu og stóðu stúlkurnar sig frábærlega á mótinu. Spilað var í 8-9 liða riðlum og voru því margir leikir á hvert lið en vanalega eru 4-5 leikir á hvert lið í svipuðum mótum.

Stúlkurnar skemmtu sér virkilega vel og mikil gleði í öllum liðum.  Þrjú af liðunum unnu sína riðla, tvö urðu í 2. sæti, eitt í 3. sæti og eitt lið í 4. sæti.  Frábær árangur hjá stúlkunum. Næstu verkefni hjá 6. fl. eru svo Landsbankamótið á Sauðárkróki 22.-23. júní og svo Símamótið 11.-14. júlí.