Olísdeildin í húfi! Mætum í Víkina

Ákall til allra stuðningsmanna HK að mæta tímanlega í Víkina á morgun. Húsið opnar 75 mínútum fyrir leik. Leikurinn hefst kl 18:00.

Stjórn hkd HK hefur ákveðið að fella niður allar æfingar frá klukkan 16.00 á föstudaginn 10.maí vegna oddaleiks HK og Víkings um laust sæti í olísdeildinni. Yngri flokkar félagsins ætla að hittast kl.16.00 í Kórnum og hita upp fyrir leikinn. Í boði verða léttar veitingar og rútuferð á leikinn og strax til baka að leik loknum.

Það er frítt fyrir 16 ára og yngri á leikinn. 

Mætum öll í Víkina á morgun og hvetjum strákana til sigurs og sæti í Olís deildinni á næsta tímabili. 

Áfram HK!