Opið fyrir skráningu í Íþróttaskóla HK

Íþróttaskóli HK, fyrir börn 30 mánaða til fimm ára, er að fara aftur af stað. Markmiðið með íþróttaskólanum er að kynna börnin fyrir fjölbreyttri hreyfingu og verkefnum í hlýlegu umhverfi með kennara og foreldrum í íþróttasalnum í Kórnum.

Námskeiðin verða á sunnudagsmorgnum í Kórnum. Athugið að takmarkað pláss er á námskeiðin, að hámarki eru 30 börn á hvoru námskeiði.

Hópur 1. 2 ½-3 ára, kl:09:00-09:50

Hópur 2. 4 ára og eldri, kl 10:00-10:50

Námskeiðið er 10 skipti og hefst 22 september og líkur 1. desember. Frí verður 13. okt vegna móts í Kórnum.

Námskeiðisgjald: 15.000 kr.

Skráning fer hér