Samstarfssamningur HK og Byko

Byko og handknattleiksdeild HK hafa undirritað samstarfsamning til tveggja ára.

Byko er byggingarvöruverslun sem hefur þjónað Íslendingum í tæp 60 ár. Fyrsti verslun fyrirtækisins var við Kársnesbraut í Kópavogi. Núna rekur Byko 7 verslanir um land allt og þar af Byko Breidd sem stendur við Skemmuveg.  Hún er opin 08-18:30 alla virka daga.

Handknattleiksdeild HK er gríðarlega ánægð með að fá jafn stórt og traust fyrirtæki eins og Byko með sér í samstarf. Við hvetjum alla HK-inga til að kíkja í verslun þeirra við Skemmuveg.
Áfram HK❗️