Tilkynning frá HK v/Covid 19

Kæru HK-ingar.

Í framhaldi af fréttatilkynningu ÍSÍ og UMFÍ ásamt tilmælum frá sóttvarnarlækni mun allt skipulagt íþróttastarf falla niður tímabundið hjá öllum deildum HK http://isi.is/frettir/frett/2020/03/20/Allt-ithrottastarf-fellur-nidur/

Við munum halda ykkur upplýstum hvenær við fáum að hefja starfið að nýju en ljóst er að engar æfingar verða á meðan samkomubannið stendur yfir.

Í ljós stöðunnar viljum við minna á mikilvægi þess að iðkendur og félagsmenn haldi áfram að hreyfa sig innan þeirra skilyrða sem sett hafa verið. 
Deildir félagsins halda áfram að þjónusta sína iðkendur með heimaæfingum og hvetjum við þjálfara deilda að vera í sambandi við sína iðkendur í gegnum Sportabler eða tölvupóst. 

Það er mjög mikilvægt á svona óvissutímum að þjálfarar hvetji iðkendur til að hreyfa sig. 

 Við munum fara í gegnum þetta saman og ef einhverjar spurningar eru eða eitthvað er óljóst, hafið endilega samband.

 

Með baráttukveðjum

Hanna Carla Jóhannsdóttir

Framkvæmdarstjóri HK