Tveir HK sigrar í tvíhöfða

Meistaraflokkar HK í handbolta unnu báðir frábæra sigra í gærkvöld gegn andstæðingum sínum í Grill 66-deildinni sem fóru fram í Digranesi.

Stelpurnar höfðu betur gegn ungu og efnilegu liði Fylkis 30-18 og strákarnir unnu góðan sigur gegn ungmennaliði Stjörnunnar 34-24.

Líkt og í fyrra þá velur dómnefnd tvo leikmenn, einn úr heimaliðinu og annan úr gestaliðinu, sem Lemon leikmenn leiksins. Að þessu sinni var það Sigríður Hauksdóttir hjá HK og hin efnilega Ástríður Glódís Gísladóttir sem hlutu útnefninguna Lemon leikmenn leiksins. 

Lemon leikmenn leiksins hjá strákunum voru þeir Kristófer Dagur Sigurðsson hjá HK og Birgir Steinn Jónsson hjá Stjörnunni.

HK óskar þeim til hamingju með góða frammistöðu.