Úrslitakeppninni lauk með því að báðir meistaraflokkarnir okkar enduðu í öðru sæti.

Úrslitakeppninni lauk með því að báðir meistaraflokkarnir okkar enduðu í öðru sæti. Bæði liðin sýndu mikinn karakter og baráttuvilja og oft mátti litlu muna. Það var því súrt að geta ekki landað titlunum, en það kemur alltaf annað tímabil. Við óskum Blakdeild KA til hamingju með liðin sín. 
Við hrósum þeim stuðningsmönnum sem lögðu leið sína norður til að styðja. Það var frábært að sjá ykkur standa við bakið á liðunum okkar! 
Að lokum vildum við þakka öllum meistaraflokksleikmönnum, þjálfurum, sjálfboðaliðum, stuðningsmönnum og öðrum aðstandendum fyrir tímabilið.
Áfram HK!