Vala besti sóknarmaðurinn

Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir var valin besti sóknarmaðurinn á UMSK mótinu sem fram fór í Kórnum dagana 30.ágúst til 1.september, en um þriggja daga æfingamót var að ræða.

Vala er flottur leikmaður sem á eftir að láta að sér kveða í vetur. Innilega til hamingju Vala og áfram HK.