Ánægjuvog HK


Á haustdögum 2013 tók Aðalstjórn ákvörðun að senda út viðhorfskönnun til foreldra iðkenda félagsins tvisvar sinnum á ári. Markmið með viðhorfskönnuninni er að skoða ánægju foreldra með þjálfun, þjálfar, foreldrastarf, félagslega þætti og þjónustu í heild sinni hjá HK. Í þessari samantekt má sjá tölulegar niðurstöður sem fengust úr viðhorfskönnuninni. Auk þessara svara voru svör við opnum spurningum sem voru send til viðkomandi deildar- og barna/unglingaráða til yfirlestrar.

Viðhorfskönnun þessi sýnir deildum og félaginu bæði það sem foreldrar eru ánægðir með í starfinu auk þess hvað þarf að bæta innan starfsins. Því er viðhorfskönnun líkt og þessi nauðsynlegt tæki til að skoða starfið í heild sinni, niður á deildir og jafnvel niður á flokka og vonumst við til þess að foreldrar taki vel í næstu könnun sem send verður út í lok mars.