Þjálfun og afrek

Þessir tveir þættir í íþróttastarfinu munu ávallt eiga samleið, þ.e. þjálfunin á að vera þannig að hún skapi ákveðna þætti í afreksstarfinu en ekki öfugt. Sýn manna á afreksstarf getur verið mismunandi og því er mikilvægt að staldra við og horfa í lög félagsins um hver tilgangur og grunngildi HK eru.

2. grein – Tilgangur félags og grunngildi

 1. Tilgangur félagsins er að standa fyrir iðkun íþrótta meðal félagsmanna, auka áhuga þeirra á líkamlegu heilbrigði og efla íþróttastarf á starfssvæði sínu. 
 2. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að efna til íþróttaæfinga, kappleikja, fundahalda og annars er árangur getur borið til eflingar heilbrigðu líferni.
 3. Grunngildi félagsins eru gleði, virðing og metnaður.

Markmið HK eru skýr hvað þjálfun og afreksmál varðar.  Allar deildir vinna að sama markmiði þó svo að leiðir deildanna geti verið mismunandi.

Fjórir lykilþættir í þessum þætti íþróttastefnunnar eiga að vera í forgrunni við vinnu á þjálfunar- og afreksstefnu deildanna.

 • Líkamlegi þátturinn
 • Hugurinn
 • Færni
 • Leikskilningur

Stefna HK í þjálfun:

Þjálfun tekur mið af - og kemur á móts við þarfir ólíkra einstaklinga og aldurshópa.

Markmið:

 • Kennslumarkmið til fyrir hvern aldursflokk.
 • Þjálfunaráætlun til fyrir hvern aldursflokk.
 • Reglubundið fylgst með mælanlegum framgangi og mætingu.
 • Markvisst unnið með félagslega- og andlegaþáttinn á öllum stigum þjálfunar.

Stefna HK í afreksmálum:

HK skilar einstaklingum og liðum  í fremstu röð.

Markmið:

 • Skilgreind afreksstefna í öllum deildum.
 • HK á lið og einstaklinga í fremstu röð í öllum greinum sem stundaðar eru innan félagsins.
 • Kjarni meistaraflokka félagsins myndaður af uppöldum HK-ingum.
 

Hér fyrir neðan má finna námskrár deildanna. Þær taka á þremur þáttum (færni, leikskilningur og líkamlegi þátturinn) af þeim fjórum sem spila lykilhlutverk í þessum kafla íþróttastefnunnar. Fjórði þátturinn og sennilegast sá allra mikilvægasti í þjálfun og afreksþjálfun er þjálfun sálrænna og félagslegra þátta (hugurinn). Sýnum karakter er verkefni sem HK hefur innleitt inn í íþróttastefnu félagsins og tekur á þessum þáttum. Sýnum karakter spilar mikilvægan þátt í íþróttastefnu félagsins.