Veislusalur

 

Upplýsingar 

Í Kórnum er stór veislusalur sem tekur 150 manns í sæti - 200 manns standandi.

Stærri veislusalurinn rúmar allt að 150 manns í sæti og VIP hjá Knatthúsi rúmar allt að 25 manns og hentar betur fyrir móttökur og minni fundi.

Mikilvægt að allir lesi upplýsingar um viðeigandi sal, verðskrá og kanni hvort hann sé laus á þeim tíma sem óskað er eftir.

Búnaður

  • Allur helsti borðbúnaður fylgir með útleigu nema dúkar. Enn þá er hægt að leigja (sjá verðskrá). Dúkar í boði eru hringlaga og eru 180cm í þvermáli.
  • Hljóðkerfi (Talað mál og dinner tónlist), búnaður fyrir fundarhald.
  • Salurinn hentar vel fyrir  veislur eins og brúðkaupsveislur, fermingaveislur, erfidrykkjur, stórafmæli og skírnarveislur. Einnig er salurinn mjög góður fyrir ráðstefnur og fundi.
  • Ýmis búnaður til skreytinga fylgja salnum eins og kertaluktir blómavasar.
  • Ávallt skal vera starfsmaður á svæðinu meðan leigutaki er í salnum. Miðast fjöldi starfsmanna eftir fjölda gesta. Leigutaki greiðir starfsmanni/starfsmönnum frá félaginu sérstaklega. - ATH á rauðu dögum er tímakaup starfsfólks hærra á tímann -
  • Almennt tekur það starfsmann/menn 2klst að þrífa salinn eftir viðburð og er það hluti af starfsmannakostnaði.
  • Aðgangur að rúmgóðu eldhúsi fylgir útleigu með stórum ísskápur, ofn, uppþvottavél ofl.
  • Fyrir framan salina er stórt rými, anddyri og salernisaðstaða.
  • Mjög gott hjólastóla aðgengi er að salnum.
  • Leigutaki skilar salnum eins og hann tók við honum. Greitt er gjald ef leigutaki gengur ekki frá borðum og stólum (sjá gjaldskrá).
  • Krafa er gerð um öryggisgæslu á stærri viðburðum. 
  • !!!! Konfetti er stranglega bannað í húsinu og er gjald tekið fyrir þrifum á því sérstaklega (sjá gjaldskrá).

Verið velkomin(n) að skoða salinn upp í félagsheimili HK milli 09.00 – 15.00 á daginn.

Staðfestingargjald fyrir veislusalinn er kr. 50.000 og skal salurinn vera fullgreiddur viku fyrir leigu. Staðfestingargjald er óafturkræft.
Reikningurinn er sendur í heimabanka viðkomandi frá Handknattleiksfélagi Kópavogsbæjar kt:630981-0269. 
Upplýsingar veita starfsmenn félagsins í síma 513 8700 eða í gegnum hk@hk.is

Bóka þarf sali félagsins með tölvupósti á netfangið hk@hk.is þar sem fram þarf að koma: 

Nafn:
Kennitala:
Sími:
Dagsetning:
Áætlaður tími:
Áætlaður fjöldi:
Leigja dúka/fjöldi: 

Verðskrá - Veislusalir HK

         
Salur Skýring  Tímasetning Verð Athugasemdir
Veislusalur Heill dagur + kvöld 08:00 - 02:00 140.000 kr. Allt að 150 manns í sæti
Veislusalur Heill dagur  08:00 - 18:00 100.000 kr. Allt að 150 manns í sæti
Veislusalur Hálfur dagur  08:00 - 13:00 65.000 kr. Allt að 150 manns í sæti
Veislusalur Sólahringur Sólahringur 1.500.00 kr. Samkomulag um afhendigartíma
Veislusalur Kukkustundarverð  á ekki við 12.500 kr. Fyrir fundi t.d.
Veislusalur Klukkustundarverð á ekki við 9.500 kr. Eingöngu fyrir íþróttaviðburði
         
VIP herbergi Knatthús        
VIP hjá Knatthúsi Kvöld  18:00 - 02:00 60.000 kr. Allt að 25 manns
VIP hjá Knatthúsi Móttaka/Fundur/td. 15:00 - 19:00 40.000 kr. Allt að 25 manns
         
Viðbótargjöld        
Ef óskað er eftir salnum kvöldið áður á ekki við  á ekki við  50.000 kr. á ekki við 
Ef Konfetti þrif á ekki við  á ekki við  75.00 kr á ekki við 
Dúkar Leigugjald á ekki við  2.200 kr. Verð per dúkur
Drapperinga vagninn Í húsi á ekki við  30.000 kr. Ef óskað er eftir því að starfsmenn hússins setji upp drapperingar er greitt aukalega fyrir það 
Drapperinga vagninn Út úr húsi á ekki við  50.000 kr. Vagninn
Umsjón og eftirlit starfsmanna Klukkustundarverð TIl miðnættis 5.500 kr. Fer eftir fjölda starfsmanna/gesta
Umsjón og eftirlit starfsmanna Klukkustundarverð Eftir miðnætti 6.500 kr. Fer eftir fjölda starfsmanna/gesta
Frágangur á borðum og stólum Gjald ef ekki er gengið frá fyrrnefndu á ekki við  50.000 kr. Samkomulag
         
         
Knatthús  Fyrir stærri viðburði  hafið samband við Kópavogsbæ og sendið fyrirspurnir á: gunnarg@kopavogur.is
         
         

 

 Vinsamlegast sendið fyrirspurnir hér: https://www.hk.is/is/salir-vellir/fyrirspurn-um-sal