Æfingagjöld knattspyrnudeildar 2020-2021

Foreldrar og forráðamenn athugið.

Öll samskipti milli þjálfara og foreldra fara fram í gegnum forritið Sportabler. Allir sem eru skráðir ættu að sækja forritið og hafa samband við Ómar Inga yfirþjálfara á omaringi@hk.is og hann bætir viðkomandi iðkanda í sinn flokk í Sportabler.

Æfingagjöld knattspyrnudeildar miðast við haust 2020 og út sumarið 2021.

​Hjá HK er veittur 10% systkina- og fjölgreinaafsláttur. Aldrei er þó veittur meiri afsláttur en að hámarki 10%.

Afslættir reiknast ekki fyrr en barn er farið að geta nýtt frístundarstyrk Kópavogsbæjar.

Fyrir nýja iðkendur er í boði að prufa og æfa í 2 vikur áður en gengið er frá skráningu.  

Æfingagjöld

Flokkur Verð
2. flokkur 147.000.- kr.
3. flokkur 147.000.- kr.
4. flokkur 147.000.- kr.
5. flokkur 122.000.- kr.
6. flokkur 122.000.- kr.
7. flokkur 107.000.- kr.
​8. flokkur 5 ára og eldri   62.600.- kr.
​8. flokkur 4 ára og yngri 25.000.- kr.

Innifalið í æfingagjöldum HK er:

  • Þjálfun við bestu aðstæður með vel menntuðum þjálfurum
  • Rútuferðir/Flugfargjöl niðurgreidd þegar keppt er á KSÍ mótum fyrir utan höfuðborgarsvæðið
  • Markmannsæfingar
  • Styrktaræfingar fyrir 11 manna bolta
  • Aðgangur að Sportabler þar sem æfingar og mót eru skráð inn

Ganga skal frá æfingagjöldum fyrir 9. nóvember 2020

Greiðsla æfingagjalds er forsenda/skilyrði fyrir þátttöku á æfingum og mótum sem flokkur fer á. Iðkendur með ógreidd æfingagjöld fá ekki að keppa fyrir hönd HK. Ef ekki hefur verið gengið frá skráningu fyrir iðkanda er hann ekki tryggður á æfingum, sjá nánar á vef félagsins: https://www.hk.is/is/um-hk/slysatrygging 

Þjálfarar skrá mætingar á Sportabler þar sem forráðamenn geta fylgst með mætingu sem og sett inn tilkynningar ef iðkandi kemst ekki t.d. vegna veikinda.

TAKMARKAÐAR ÆFINGAR

Æfingagjöld lækka ekki þótt iðkandi geti ekki stundað fullar æfingar. Bent er á að skráning er bindandi fyrir tímabilið og endurgreiðir HK ekki æfingagjöld nema þá að um langvarandi veikindi/slys á barni sé um að ræða eða brottflutning af svæðinu. Slík tilfelli þarf að tilkynna skriflega til HK með tölvupósti á hk@hk.is