Skráning iðkenda

Kæru forráðamenn, iðkendur og aðrir HK-ingar

Líkt og í fyrra fara allar skráningar í félagið í gegnum Sportabler. 

Staðfestir æfingatímar og aðrar upplýsingar sem tengjast einstaka flokkum verða einungis aðgengilegar skráðum iðkendum á sportabler og öll samskipti milli þjálfara og foreldra fara fram í gegnum forritið og því mikilvægt að kynna sér vel og sækja forritið.

Viljum við biðja ykkur að yfirfara vel allar upplýsingar (netföng og síma) en skráningar eru eru ákveðið öryggistæki og mikilvægt að réttar upplýsingar séu til staðar þegar ná þarf í aðstandendur. 

Ath. mikilvægt að kynna sér upplýsingar hér að neðan. Leiðbeiningar fyrir notkun frístundastyrks sem og skráningar- og notendaleiðbeiningar fyrir Sportabler.


Fyrir skráningu smellið hér   


Leiðbeiningar fyrir innskáningu:

- Til þess að gerast notandi þarf forráðamaður að nýskrá sig og sækja Sportabler snjallforritið.

Fyrsta skrefið er að fara á skráningarsíðu félagsins HK | Vefverslun (sportabler.com) 

Næst þarftu að skrá þig inn í hægra horninu uppi  

Ef nýskráning er valin þá þarftu að setja inn tölvupóst og kennitölu. Þegar þú smellir á Senda boð færðu staðfestingarpóst í tölvupósti og fylgir því ferli, velur lykilorð og ert þá kominn með aðgang. ATH staðfestingarpóstur gæti endað í Spam, junk eða trash í tölvupóstinum.

Ef það kemur enginn staðfestingarpóstur á netfangið hjá þér eða villuboð kemur upp þá biðjum við ykkur að hafa samband í þjónustuver Sportabler þar sem öll mál eru leyst. (Gyllta blaðran niðri í hægra horninu á sportabler.com)

Þegar allt er klappað og klárt þá tekur við innskráning.

Þegar þú lýkur við auðkenningu þá ferðu beint inn á vefverslunina og getur keypt þá þjónustu sem er í boði. ATH þetta ferli þarftu bara að ganga í gegnum einu sinni. Efst vinstra megin sérðu sjálfan þig og börnin þín og uppi í hægra horninu sérðu yfirlit yfir reikninga og áskriftir sem þú hefur keypt.

fyrir kaup á þjónustu í vefverslun:

Velja hvaða iðkanda þú ert að kaupa þjónustuna fyrir.

Ef önnur þjónusta hefur verið keypt sem fellur undir skilmála systkina eða fjölgreinaafslátt kemur hann í skrefi 2 í kaupferli. ATH. afslátturinn reiknast ekki af fyrstu skráningu en viðskiptavinur fær sendan kúpon sem nýttur er við næstu skráningu/ar. ​Hjá HK er veittur 10% systkina eða fjölgreinaafsláttur. Afsláttur er ekki veittur af fyrsta gjaldi.

Í þessu skrefi velur þú hvort þú viljir nota frístundastyrk eða ekki.  ATH þessi möguleiki kemur ekki upp ef þjónustan sem er til sölu býður ekki upp á frístundastyrk.

 Í skrefi 4 sérðu hvað þú átt mikinn frístundastyrk inni og í línunni fyrir neðan velur þú þá upphæð sem þú vilt ráðstafa. 

 Hérna býður félagið upp á greiðsludreifingu (ef við á).

  Hérna er greiðsluleið valin. Val um kredit-/ debit kort eða greiðsluseðil.

Smelltu HÉR fyrir frekari Sportabler leiðbeiningar

Sjá einnig leiðbeingingar frá Sportabler: