Hollvinir blakdeildar

Hollvinir blakdeildar HK blakari

Hollvinafélag blakdeildar HK var sett á laggirnar á haustmánuðum 2020 og nefnist það HK blakari. Markmið hollvinafélagsins er að efla og styðja við allt blakstarf innan blakdeildar HK en þó sérstaklega við meistaraflokka og barna- og unglingastarf. Með því að gerast hollvinur blakdeildar HK leggur þú þitt af mörkum til að styrkja þetta mikilvæga starf sem fram fer innan blakdeildarinnar.

Þeir sem vilja gerast meðlimir geta sent tölvupóst á netfangið hkblakari@gmail.com eða á blakdeildhk@gmail.com.

 Í boði eru tvenns konar hollvinasamningar, annars vegar er hægt að greiða 1.500 kr á mánuði og hins  3.000 kr. Báðar þessar leiðir hafa að lágmarki 12 mánaða binditíma en er hægt að segja upp að þeim tíma liðnum.

Styrtarleiðir