Slysatrygging


Slysatrygging barna til 18 ára aldurs

Athugið þann 1. janúar 2022 tók gildi ný reglugerð um slysatryggingar íþróttafólks samkvæmt lögum um slysatryggingar almannatrygginga. 

Slysatrygging íþróttafólks tekur til slysa, sem verða við íþróttaiðkanir þeirra sem orðnir eru 16 ára og eru sannanlega félagar í formbundnum félögum, sem hafa íþróttaiðkun að meginmarkmiði og eru aðilar að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands.

5. gr.
Bætur slysatryggingar íþróttafólks eru sjúkrahjálp, dagpeningar, örorkubætur og dánarbætur.

Ef bótaskylt slys veldur sjúkleika og vinnutjóni (óvinnufærni) í minnst 10 daga skal greiða nauðsynlegan kostnað vegna lækningar hins slasaða, nánar tiltekið læknishjálp, sjúkrahúsvist, lyf og umbúðir, tannlækningar, sjúkraþjálfun, hjálpartæki, ferðakostnað og sjúkraflutning, samkvæmt 10. gr. laga nr. 45/2015 um slysatryggingar almannatrygginga og reglugerð nr. 541/2002 um endurgreiðslu slysatrygginga á nauðsynlegum kostnaði vegna sjúkrahjálpar.

Ef slys veldur ekki óvinnufærni í 10 daga greiðist framangreindur kostnaður ekki úr slysatryggingu íþróttamanna.