Rafíþróttir

Rafíþróttir



Í samstarfi við Arena bjóðum við nú upp á skipulagt rafíþróttastarf undir merkjum HK við bestu að mögulegu aðstæður og þjálfun.

Æfingar fara fram í nýrri aðstöðu Arena að Smáratorgi 3 í Kópavogi. Þjálfun er  í höndum viðurkenndra þjálfara sem lokið hafa annað hvort þjálfaranámskeiði hjá ÍSÍ eða RÍSÍ. Yfirþjálfari er Þórir Viðarsson. 

Í nýju húsnæði Arena er fyrsta flokks aðstaða hvað varðar allan aðbúnað; tölvur, borð, stóla og nettengingar sem og aðstaða til líkamlegrar upphitunar og andlegrar þjálfunar sem samræmist leiðbeiningum Rafíþróttasamtaka Íslands (RÍSÍ).

Upplýsingar um æfingatíma og hópaskiptingar má finna á skráningarhlekk hér að neðan. Frekari upplýsingar veitir yfirþjálfari starfsins, thorir@arenagaming.is og skrifstofa HK, hk@hk.is.

 

Skráning hér

 

 



Markmið HK með starfinu


Að bjóða upp á vel skipulagt, eflandi og jákvætt raf- íþróttastarf fyrir börn og unglinga. Að unnið verði eftir skipulögðum æfingar kerfum sem yfirþjálfari gefur út. Að bjóða upp á faglega þjálfun sem styður við gildi og stefnur félagsins og að kenna iðkendum mikilvægi líkamlegrar- og andlegrar heilsu og veita leiðsögn og þjálfun á því sviði. 

Starfinu er ætlað að huga vel að félagslegum tengingum og hlúa og ná til fjölbreytileika samfélags og fyrirbyggja félagslega einangrun spilara með það að áherslu að kenna iðkendum að þekkja tölvurnar sem verkfæri en ekki verkstjóra, að efla félagsfærni, stuðla að jákvæðri tölvuleikja upplifun í heildstæðu og faglegu umhverfi sem veitir aðhald og er hvetjandi. 


Um Rafíþróttir hjá Arena

Deildin vill efla keppni í tölvuleikjum á Íslandi og stuðla að bætingu spilara með markvissum æfingum og heilbrigðum spilaháttum. Við viljum einnig styðja við virka samkeppni innanlands sem og hjálpa íslenskum spilurum að komast í fremstu raðir. Þessu viljum við áorka með því að skapa félagslegt og stuðningsríkt umhverfi fyrir spilara landsins sem vilja koma saman og bæta sig.

Það er okkar trú að markviss æfing á tölvuleikjum í réttu umhverfi getur haft jákvæð áhrif á spilara.

Við biðjum forráðamenn til þess að vera meðvitaðir um aldursviðmið PEGI. Skráning á æfingar er á ábyrgð forráðamanna og við skráningu er forráðamaður að senda samþykki sitt við því að iðkandinn spili þá leiki sem eru í boði með ákveðnum foreldraeftirlits stillingum.

Kennslustundirnar verða 90 mínútna langar, nemendur eru um 20 talsins í hverjum hóp. Byrjað er á 15 mínútna spjalli, fræðslu og upphitun til þess að liðka, teygja, tryggja góða líkamsstöðu og koma í veg fyrir álagsmeiðsl. Spilað er í 50  til 60 mínútur sem er gott viðmið þegar kemur að skjátíma barna.  Arena áskilur sér rétt til að breyta æfingartímum eða fella niður námskeið náist ekki lágmarks iðkendafjöldi.

 

Hver æfing í rafíþróttum lítur svona út í tímaáætlun:

20 mín - Hreyfing og fræðsla.

20 mín - Upphitun í spilun.

15 mín - Teygjur, hreyfing og leikir.

30 mín - Spilun með markmiði og skipulagi.

5 mín - Slökun og teygjur.