HK meistarar meistaranna í blaki kvenna

HK gerði góða ferð til Ak­ur­eyr­ar sl. laugardag og vann 3:2-sig­ur á KA í Meist­ara­keppni Blak­sam­bands Íslands í kvenna­flokki.  KA vann allt á síðasta tíma­bili, þar á meðal úrslitaleikinn gegn HK í Kjörísbikarnum í mars sl.

HK byrjaði bet­ur og vann fyrstu tvær hrin­urn­ar 25:22 og 25:16.  KA neitaði að gef­ast upp og jafnaði í 2:2 með naumum sigr­um í þriðju og fjórðu hrinu.  Úr­slit­in réðust því í odda­hrinu þar sem HK hafði að lok­um bet­ur, 15:11.

Glæsileg byrjun á tímabilinu hjá stelpunum!