- HK
- Um HK
- Skráning
- Fréttir
- Veislusalur
- Hlaupahópur
- Íþróttaskóli
- Frístundarvagn
- Rafíþróttadeild
- Árskort
- Bandý
- Borðtennis
- Blak
- Dans
- Fótbolti
- Handbolti
Dagana 28.-30. apríl næstkomandi verður 45. öldungamót Blaksambands Íslands haldið í Kórnum. Gestgjafi mótsins að þessu sinni er blakdeild HK. Blakdeild HK var mótshaldari árið 2013 og er það eitt glæsilegasta blakmót sem haldið hefur verið hérlendis. Mótið er mjög fjölmennt alla jafna og hafa um 150 – 160 blaklið tekið þátt á síðustu mótum. Það þýðir að um eða yfir 1.200 manns koma saman og spila blak í þrjá daga og mótinu lýkur á lokahófi blakfólks að kvöldi síðasta keppnisdags.
Móti af þessari stærðargráðu er ekki einfalt að koma saman og í flestum tilfellum þarf að spila í mörgum húsum, jafnvel nokkrum bæjarfélögum. Mótið sem við héldum árið 2013 sló nýjan tón því allir leikir voru spilaðir í Kórnum, sex vellir í íþróttasalnum og svo voru lagðir sjö blakvellir á gervigrasið í knatthúsinu.
Nú ætlum við að endurtaka leikinn og hlökkum til að bjóða blakfólk velkomið Kópavoginn.
Af ástæðum sem ekki þarf að rekja hér þá hefur öldungamótið fallið niður síðustu tvö ár og við vissum varla hvort blakfólk væri tilbúið til leiks en það voru ástæðulausar efasemdir, skáningu í mótið er lokið og 134 lið hafa tilkynnt þátttöku. Það stefnir því í mikið blak og mikið gaman í lok apríl þegar blakarar af öllu landinu fjölmenna á Stuðboltann 2022.
Kópavogsbúar eru hvattir til að líta við á meðan mótinu stendur, fá sér kaffi og fylgjast með fjörinu.
Blakdeild HK þakkar blakfólki fyrir góðar undirtektir og einnig þökkum við aðalstjórn HK og Kópavogsbæ því án þeirra góða stuðnings væri þetta ekki mögulegt.