Hilmar heim í HK!

HK Handbolti hefur ráðið Hilmar Guðlaugsson sem næsta þjálfara meistaraflokks kvenna.

Hilmar kemur til HK frá Volda en undanfarin 6 ár hefur hann þjálfað í Noregi. Hann er flestum HK-ingum vel kunnugur enda starfaði hann fyrir félagið í vel yfir áratug og þjálfaði hann kvennaliðið okkar á árunum 2010-2015 með góðum árangri.

“Um leið og við heyrðum að því að Hilmar væri að fara flytja aftur heim þá fórum við á fullt í að reyna fá hann aftur til okkar, enda var hann ofboðslega vel liðinn og alltaf verið í miklum metum hjá félaginu.

Margir leikmenn hafa horfið á braut eftir að við féllum núna í vor og því mikilvægt að ráða góðan og reyndan þjálfara sem raunin er með Hilmar. Það er mikil vinna framundan og er Hilmar fyrsta skrefið á þeirri vegferð sem nú hefst með kvennaliðið og bindum við miklar vonir við hann á komandi árum.

Hann kemur síðan inn í fullt starf hjá okkur að ári liðnu og kemur til með að taka þátt í að móta nýja framtíðarstefnu HK.”
Sagði Daníel Berg Grétarsson formaður handknattleiksdeildar.

Velkominn Hilmar!