- HK
- Um HK
- Skráning
- Fréttir
- Veislusalur
- Hlaupahópur
- Íþróttaskóli
- Frístundarvagn
- Rafíþróttadeild
- Árskort
- Bandý
- Borðtennis
- Blak
- Dans
- Fótbolti
- Handbolti
Í kjölfar umræðunnar síðastliðnar vikur vill Handknattleiksfélag Kópavogs upplýsa félagsmenn, iðkendur og foreldra um þann vettvang sem félagið notar við úrvinnslu tilkynninga um einelti eða ofbeldi af einhverju tagi.
Mikilvægt er að einstaklingar sem orðið hafa fyrir einhverskonar ofbeldi eða óæskilegri hegðun geti leitað til óháðs aðila sem er sérfræðingur í meðferð slíkra mála. HK á í góðu samstarfi við Æskulýðsvettvanginn sem eru sérfræðingar í slíkum málum fyrir þau félög sem eiga aðild að honum og er HK meðal þeirra.
Ef þú telur þig verða vitni af hegðun eða samskiptum sem þú telur ógna öryggi einstaklings innan félagsins eða grunur leikur á að óæskileg hegðun eigi sér stað hvort sem hún sé í formi eineltis, samskiptavanda eða einhverskonar ofbeldis, er það skýr stefna HK að tekið sé á slíkum málum strax og af festu.
Hver sá sem telur sig hafa orðið fyrir broti eða hefur rökstuddan grun eða vitneskju um brot af hálfu starfsfólks eða iðkenda félagsins, skal að jafnaði snúa sér til stjórnenda félagsins, yfirþjálfara viðkomandi deildar eða umboðsmanns yngri iðkenda og aðstandenda. Iðkendur geta einnig snúið sér til viðkomandi þjálfara.
Hér að neðan má finna upplýsingar um fræðslu og hvert einnig má leita ef að grunur er um að öryggi iðkenda sé ógnað.
Einstaklingar sem telja sig hafa orðið fyrir óæskilegri hegðun (kynferðisbrot eða annarskonar ofbeldi) geta tilkynnt mál til fagráðs Æskulýðsvettvangsins. Öllum tilkynningum er tekið alvarlega og þeim komið í réttan farveg.
Í fagráðinu sitja alltaf tveir óháðir sérfræðingar sem hafa þekkingu, menntun og reynslu sem nýtist við meðferð kynferðisbrotamála og eineltismála. Í dag starfa lögfræðingur og sálfræðingur í fagráðinu. Framkvæmdastýra Æskulýðsvettvangsins er einnig starfsmaður fagráðsins.
Engin greiðsla er tekin fyrir þjónustu samskiptaráðgjafa.
Heimasíða Æskulýðsvettvangsins: aev.is
Smelltu hér til að tilkynna óæskilega hegðun: Tilkynna ósækilega hegðun á vef Æskulýðsvettvangsins
Allir eiga rétt á því að geta stundað sitt íþrótta- og/eða æskulýðsstarf í öruggu umhverfi. Einnig eiga allir iðkendur; börn, unglingar og fullorðnir óháð kynferði eða stöðu að öðru leyti að geta leitað sér aðstoðar eða leitað réttar síns vegna atvika og misgerða sem eiga sér stað án þess að þurfa að óttast afleiðingar.
Samskiptaráðgjafi er óháður aðili sem styður við, leiðbeinir og aðstoðar þá sem hafa upplifað einhverskonar ofbeldi eða einelti í slíku starfi. Sigurbjörg Sigurpálsdóttir er Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs.
Þeir sem telja sig hafa orðið fyrir ofbeldi eða einelti í sínu íþrótta- og æskulýðsstarfi eða eru ekki vissir og vilja fá ráðgjöf varðandi slík mál, geta haft samband við Sigurbjörgu með því að senda póst á sigurbjorg@dmg.is eða hringt í síma 839-9100
Engin greiðsla er tekin fyrir þjónustu samskiptaráðgjafa.
Heimasíða Samskiptaráðgjafa: www.samskiptaradgjafi.is/
Hér er hægt tilkynna áreiti eða einelti hjá samskiptaráðgjafa: samskiptaradgjafi.is/tilkynningaform
Markmiðið með námskeiðinu er að auka þekkingu starfsfólks og sjálfboðaliða í íþrótta- og æskulýðsfélögum um land allt á einelti, ofbeldi og áreitni sem börn og ungmenni geta orðið fyrir og afleiðingunum af því.
Það er mikilvægt fyrir alla þá sem starfa með börnum og ungmennum að vera meðvituð um skyldur sínar og ábyrgð.
Netnámskeið Æskulýðsvettvangsins í barnavernd er öllum opið og ókeypis og hvetjum við alla til að kynna sér það.
Smelltu hér til þess að opna vef netnámskeiðisins
Á vef Íþrótta- og ólympíusambands íslands má finna fræðslubækling um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum og unglingum í íþróttum og annað fræðsluefni og gagnlegar upplýsingar.