Tilkynning frá almannavernd- Aðeins iðkendur núna leyfðir inni í íþróttamannvirkjum

Nýjar og hertar reglur frá almannavörnum sem varða íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu voru gefnar út í dag.

Þar kemur fram að foreldrum og forráðarmönnum er ekki heimilt að fylgja börnum sínum á æfingu inni í íþróttamannvirkinu né sækja þau þar. Þeim er einnig óheimilt að fylgjast með æfingum inni í íþróttamannvirkjunum. 

Þeir æfingarhópar sem innihalda það unga iðkendur að þeir treysta sér ekki til að mæta einir eru beðnir um að vera í sambandi við sinn þjálfara. Mögulega þarf að fella þær æfingar niður. 

HK fylgist með stöðu mála og heldur áfram að upplýsa foreldra um leið og eitthvað breytist.

Hér má sjá bréfið frá almannavörnum