Ársþing Blaksambands Íslands

 


Fyrir helgi fór fram 50. ársþingið hjá Blaksambandinu.
Í þinghléi var tilkynnt um úrvarlslið ársins karla og kvenna, og veitt voru einstaklingsverðlaun vegna árangurs í Úrvalsdeildinni. Þá voru bestu og efnilegustu leikmennirnir ársins valdir. Það var einkum gaman að sjá að þó nokkrir HK-ingar voru tilnefndir.

Karlamegin þá var hann Hristiyan Dimitrov valinn í úrvalslið ársins sem díó og Massimo Pistoia valinn þjálfari liðsins. Einnig fékk Hristiyan verðlaun fyrir að vera stigahæstur í sókn og stigahæstur samtals. Til að kóróna þetta allt saman þá var hann að lokum valinn besti leikmaður Úrvalsdeildarinnar!
Kvennamegin þá var hún Sóldís Björt Leifsdóttir Blöndal valin efnilegasti leikmaður Úrvalsdeildarinnar.
 
Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með þetta!
Áfram HK!
Frekari umfjöllun má finna hér